Fréttir

Willtir Westfirðir komnir út á DVD

ImageHeimildarmyndin um Vestfirði, Willtir Westfirðir, eftir Kára G. Schram er komin út á DVD. Þættirnir voru sýndir í Sjónvarpinu síðastliðið sumar. Í þáttunum er farið vítt og breitt um Vestfirði og íbúar teknir tali um margvísleg málefni. Fjallað er um mannlíf, menningu og matargerð og ferðast er um land, sjó og loftin blá frá Látrabjargi að Hornströndum auk Reykhólasveitar og Strandasýslu. Báðir þættirnir eru á þessum eina diski og þar er að finna bæði íslenska og enska útgáfu af þeim. Galdrasafnið á Hólmavik og Kotbýli kuklarans eru meðal þeirra staða sem heimsóttir eru í myndinni. DVD diskinn er hægt að nálgast í sölubúð Galdrasýningar á Ströndum hér á vefnum með því að smella hér. Verðið á DVD diskinum er aðeins kr. 1.500.-

Jólakort 2007 er komið út

ImageStrandagaldur hefur gefið út jólakort sem skartar glæsilegri ljósmynd af Kotbýli kuklarans í vetrarbúningi. Á bakhlið þess er frásögn um hina fornu jólasveina á Ströndum. Það er ekki öllum kunnugt um að jólasveinar á Ströndum báru ekki sömu nöfn og þeir sveinar sem kunnastir eru í jólasveinafræðum þessi misserin og eru oftast nefndir til sögunnar. Þeir voru þó þrettán eins og víðast annars staðar á landinu, en höfðu það umfram hálfbræður sína að vera meira upp á kvenhöndina. Þeir voru semsagt kvæntir páskadísunum, sem sagt er að hafi komið til híbýla manna um páskaleytið.

Read more...

Rannsakar ýmis fræði í Köben

ImageMagnús Rafnsson sagnfræðingur á Bakka í Barnarfirði situr nú í kóngsins Kaupinhöfn og nýtur þess að hafa fengið styrk til fræðistarfa frá Den Arnamagneanske Commission. Magnús hefur notað tímann til að leita frekari upplýsinga um galdraskræðurnar sem MA-ritgerð hans við Háskóla Íslands fjallaði um. Ekki segist hann hafa rekist á neitt alveg óvænt en samt sé alltaf öðruvísi að skoða handritin sjálf en að byggja á lýsingum annara. Stór hluti af handritunum er reyndar kominn til Íslands en sitthvað merkilegt er þó enn í Kaupmannahöfn sem alþýðumenn settu á blað á fyrri öldum.

Read more...

Harry Potter og dauðadjásnin

ImageNýjasta Harry Potter bókin er komin í sölu hjá Galdrasýningu á Ströndum. Í ævintýrum Harry Potter hefur hið góða hingað til haft betur í baráttunni við hið illa, en í þessari sjöundu og síðustu bók í bókaröðinni virðast allar reglur þverbrotnar samkvæmt því sem höfundur segir. Hægt er að versla nýju bókina um Harry Potter ásamt öllum hinum bókunum sex í sölubúð Galdrasýningar á Ströndum. Einnig hér í vefbúð sýningarinnar.

Read more...

Allskyns tilboð í gangi

Í sölubúð Galdrasýningarinnar á vefnum, Magi-Craft,er að núna að finna nokkra vöruflokka á  niðursettu verði og stundum allt um helming. Þar er að finna galdraboli, galdrakrem og fleira. Hægt er að nálgast tilboðssíðuna með því að smella hér.

More Articles...

Page 6 of 14

6