Fréttir

Eitt ár frá opnun Kotbýlis kuklarans í dag

Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði sem er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum er eins árs í dag en sýningin var opnuð með viðhöfn þann 23. júlí í fyrra en þáverandi formaður Ferðamálastofu Einar K. Guðfinnsson opnaði sýninguna með sérstökum lásagaldri. Aðsókn að sýningunni Kotbýli kuklarans hefur verið fremur dræm það sem af er sumri af einhverjum ástæðum sem hafa ekki verið krufnar til fullnustu. Engu að síður þá hafa ríflega 600 manns heimsótt Kotbýli kuklarans í sumars. Veðrið fyrripart sumars hefur eflaust sett nokkuð strik í reikninginn en undanfarna viku hefur heldur betur rofað til og aðsókn eftir því.  Kotbýli kuklarans er opið alla daga til 10. ágúst frá klukkan 10:00 - 18:00 og frá 10. ágúst til 1. september verður opið frá klukkan 12:00 - 18:00 alla daga.

Image
Gestir Kotbýlis kuklarans fræðast um almúgafólk á 17. öld

Gestir Kotbýlis kuklarans fræðast um almúgafólk á 17. öld og hvernig það notaði galdurinn til að gera hversdagsleikann bærilegri

Nýjir galdrabolir í verslunum Galdrasýningarinnar

Nýjir galdrabolir munu líta dagsins ljós í verslunum Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík og á Klúku á næstunni. Nýju bolirnir verða annarsvegar með afar fallegum ástarstaf sem er til að heilla hinn aðilann upp úr skónum og hin tegundin með mynd af galdrastafnum Ægishjálmi eins og hann kemur fyrir í galdraskræðu frá um 1670 ásamt meðfylgjandi texta. Bolirnir verða úr vönduðu efni og fást í tveimur sniðum, sérstöku kvensniði og venjulegu T-shirt sniði. Einnig verður áfram verslað með gömlu góðu, og svörtu Ægishjálmsbolina en þeir verða þó lítið eitt breyttir. Öllum bolum fylgir útskýring á tákninu á sérprentuðum miðum í hálsmálinu á íslensku og ensku. Bolina verður að sjálfsögðu einnig hægt að nálgast í sölubúð Galdrasýningar á Ströndum á netinu, Strandabúðinni. Meðfylgjandi mynd er af módelum við Galdrasafnið á Hólmavík.

Image
Módel í nýjum galdrabolum við Galdrasafnið á Hólmavík

Fjallar um galdrastafi og galdraskræður í Vardö

Galdrasýning á Ströndum tekur þátt í ráðstefnu um evrópska galdrasögu í Vardö í N-Noregi um næstkomandi helgi. Þetta er í annað sinn sem fulltrúi Strandagaldurs mætir á þessa ráðstefnuröð í Noregi, en í Vardö er stefnt að því að byggja upp galdrasýningu með aðstoð Strandagaldurs. Að þessu sinni verður fulltrúi Strandagaldurs í Vardö Magnús Rafnsson sagnfræðingur og hann mun fjalla um íslenska galdrastafi og galdraskræður í fyrirlestri sínum. Aðstandendur galdraverkefnisins í Noregi heimsóttu Strandir heim í vor og kynntu sér uppbyggingu Strandagaldurs á menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu. Á ráðstefnunni tala fræðimenn og leikmenn frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi auk Magnúsar og fjalla um galdramál í Evrópu út frá mörgum þáttum. Mikil dagskrá fer fram í Vardö í tengslum við ráðstefnuna og búist er við miklum fjölda gesta. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Heksekonferansen. www.heksekonferansen.no.

Image
Frá Vardö í N-Noregi

Kotbýli kuklarans opnað með sumaropnun

Image
Kotbýli kuklarans
Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði opnaði með sumaropnun í gær en þetta verður fyrsta heila starfsár sýningarinnar sem opnaði fyrst um mitt sumar á síðasta ári. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum og er allsendis ólík sýningunni á Hólmavík þó viðfangsefnið sé það sama, galdrar á Íslandi. Þar hefur verið reistur bær sem sýnir hvernig alþýðufólk bjó um aldir á Íslandi. Bærinn er ólíkur öðrum torfbæjum í landinu sem eru opnir almenningi sem langflestir voru bústaðir fyrirfólks.

Read more...

Mikill gestagangur á Galdrasýningu á Ströndum

Smellið hér og skoðið meðfylgjandi myndband Mikill gestagangur hefur verið á Galdrasýningu á Ströndum undanfarið en Galdrasafnið á Hólmavík opnaði með sumaropnun þann 1. júní s.l. og þar er opið alla daga í sumar frá kl. 10:00-18:00. Galdrasafnið hefur raunar verið opið í allan vetur en miði á hurðinni hefur bent fólki á að hringja í visst númer og þá hefur verið opnað. Um það bil 400 manns nýttu sér þá þjónustu á tímabilinu 15. september til 1. júní. Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði sem er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum opnar þann 15. júní n.k. og starfsmenn þar verða þau Hrönn Magnúsardóttir frá Bakka og Pálmi Sigurðsson frá Klúku. Starfsmenn á Hólmavík verða þau Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur og Konráð Úlfarsson.

More Articles...

Page 11 of 14

11