Fréttir

Galdrasýningin hefur jákvæð áhrif fyrir samfélagið

4. maí 2005
Samkvæmt úrvinnslu úr gestakönnun sem gerð var á Galdrasýningu á Ströndum s.l. sumar, og Alexandra Hilf, nemi í hagfræði ferðamála vann fyrir Strandagaldur, hafa jákvæð ytri áhrif Galdrasýningar á Ströndum í sölu vöru og þjónustu á svæðinu síðasta sumar verið yfir 20 milljónir króna. Þetta er þó fremur varlega áætlað að sögn Alexöndru, en áhrifin eru eingöngu reiknuð miðað við áætlaða eyðslu þeirra gesta sem svöruðu því til í könnuninni að Galdrasýning á Ströndum hefði haft áhrif á þá ákvörðun þeirra að heimsækja Strandir. Um það bil 35% sýningargesta svöruðu því til að verkefnið hefði haft áhrif á þá að heimsækja Strandir og miðað er við að þeir gestir hafi skapað tekjur í ferðaþjónustu á svæðinu (annarri en Galdrasýningunni sjálfri þ.e.) sem annars hefðu ekki skapast.

Lesa meira...

Óvenjuleg steypa í kotbýlinu

25. apríl 2005
Framkvæmdir standa yfir á fullu í Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði sem er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum. Í gær var gólfið steypt í húsið en steypan er vægast sagt afar óvenjuleg. Til þessa hafa húsbyggjendur reynt að forðast fyrir alla muni að hafa mold eða leir í steypunni, en við blöndun þessarar steypu var talsvert af mold og öðrum efnum í henni svo gólfið í kotbýlinu yrði sem fornlegast. Verkfræðingar hjá Línuhönnun önnuðust tilraunir á blöndunni fyrir Strandagaldur.

Lesa meira...

Vel lukkuð þátttaka á Vetrarhátíð

22. febrúar 2005
Galdrasýning á Ströndum tók þátt í stórkostlegri dagskrá í Háskólabíói á Vetrarhátíð Reykjavíkur á laugardaginn. Sýnd var þögla sænska kvikmyndi Håxen frá 1922 við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlist eftir Barða Jóhannsson. Eftir kvikmyndatónleikana gerði Sigurður Atlason í hlutverki galdramannsins af Ströndum, tilraun til að fjölga mannkyninu með göldrum við mikla kátínu. Magnús Rafnsson flutti síðan fyrirlestur á Galdraþingi í Háskólabíó sem haldið var eftir sýninguna, ásamt öðrum kunnum fræðimönnum.

Lesa meira...

Ný sölusíða tekin í notkun

18. apríl 2005
Strandagaldur opnaði Strandabúðina opnaði formlega í morgun með pomp og pragt, en það er sölusíða á veraldarvefnum sem verslar með allrahanda Strandavörur ásamt vörum úr minjagripaverslun Galdrasýningar á Ströndum. Þar geta framleiðendur handverks og aðrir vöruframleiðendur á Ströndum skráð vörur sínar og komið þeim á markað jafnt innanlands sem erlendis. Þetta er fyrsta vefverslunin á landinu svo vitað er um, sem gengur út á markaðssetningu og sölu á framleiðslu frá einu einstöku héraði.

Lesa meira...

Strandabúðin opnuð

14. apríl 2005
Undanfarið hefur Strandagaldur unnið að hverskyns markaðsmálum í framhaldi af vel heppnaðri þróunarvinnu á minjagripum fyrir Galdrasýninguna. Meðal annars er unnið að því að betrumbæta netsölusíðu Galdrasýningar á Ströndum, en hún verður stórbætt og gerð aðgengilegri á allan máta. Nýja síðan hefur hlotið nafnið Strandabúðin, en stefnt er að því að í henni verði hægt að nálgast sem flestar vörur og vöruflokka af Ströndum. Framleiðendum handverks, hákarls, harðfisks og raunar alls sem nöfnum tjáir að nefna er velkomið að nýta sér síðuna og koma þannig vörum sínum á framfæri um veröld alla, allan ársins hring. Kynningarfundur verður haldinn n.k. sunnudag kl. 17:00 í húsnæði sýningarinnar við Höfðagötu, þar sem Strandabúðin verður kynnt og eru allir velkomnir.

Lesa meira...

Fleiri greinar...

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

13