Fréttir

Sýning um Spánverjavígin 1615

ImageÍ dag var opnuð sýning á Galdrasýningu á Ströndum um Spánverjavígin 1615 en það ár brotnuðu þrjú spönsk skip í Reykarfirði á Ströndum. Vestfirðingar undir forystu Ara sýslumanns í Ögri fóru að skipbrotsmönnunum og myrtu þá. Mál þetta er kallað Spánverjavígin og er talið eitt mesta grimmdarverk Íslandssögunnar. Síðastliðið sumar var haldið alþjóðlegt málþing á Snáfjallasetrinu í Dalbæ á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp um margvísleg samskipti Íslendinga og Baska á þeim tíma og þessi sýning var sett upp af tilefni þingsins. Þetta er spjaldasýning og er hönnuð af Ólafi J. Engilbertssyni forstöðumanni Snjáfallasetursins. Hluti af Austurhúsinu svokallaða á Galdrasafninu á Hólmavík er notað undir sýninguna og hefur verið tekið lítilsháttar í gegn af tilefninu.

Lesa meira...

Galdramenn af Ströndum fara til Noregs

Image Tveir fulltrúar Strandagaldurs leggja í ferð til N-Noregs í fyrramálið að vera vera viðstaddir Heksekonferansen í Vardö. Það er heilmikil ráðstefna um galdrafárið á öldum áður. Ráðstefnan stendur yfir frá fimmtudegi fram á laugardagskvöld. Þar munu tala margir helstu sérfræðingar um galdramál og koma víðsvegar að úr heiminum og fjalla um galdramál út frá mörgum sjónarhornum. Magnús Rafnsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldurs mun fjalla um íslensk galdramál og meðal annarra má nefna Brian P. Levack frá Texas háskóla einn helsti sérfræðingur á þessu sviði í heiminum en tuttugu og fimm fræðimenn taka þátt í ráðstefnunni. Einnig verða hverskyns uppákomur í Vardö þessa daga. Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs mun m.a. framkvæma galdragjörning frammi fyrir norskum lýð. Þeir galdramenn af Ströndum munu svo snúa til sinna heima strax eftir næstu helgi.

Lesa meira...

Kotbýli kuklarans opnar í dag með sumaropnun

ImageKotbýli kuklarans í Bjarnarfirði opnar með sumaropnun í dag, þann 15. júní. Þetta verður þriðja starfsár kotbýlisins en það var opnað fyrst þann 23. júli árið 2005. Kotbýli kuklarans er bústaður ímyndaðs galdramanns og gestir kynnast því hvernig leiguliðar á 17. öld bjuggu og skyggnst er inn í hugarheim almúgafólks tímabilsins meðan galdrafárið gekk yfir Ísland og fjallað um til hvaða ráða það gat gripið til að létta sér lífsbaráttuna og gera morgundaginn eilítið bærilegri en gærdaginn. Þjóðtrúarþema Kotbýlis kuklarans eru tröllin og í sumar verður unnið að því að koma upp ákveðinni tröllaleið í umhverfi kotbýlisins.

Lesa meira...

Útikaffihús í Galdragarðinum í sumar

ImageÁ Galdrasafninu á Hólmavík verður innan skamms hægt að kaupa framúrskarandi kaffi til að taka með eða njóta í galdragarðinum utan við sýninguna. Þar hefur verið bætt við borðum og bekkjum í vor svo gestir sýningarinnar og aðrir kaffiþyrstir geti notið góðs kaffisopa. Stefnt er að því að galdragarðurinn verði eins konar úti-kaffihús í sumar, en boðið verður upp á kaffi frá Kaffitári. Kaffigerðarvélin er væntanleg næstu daga en hún malar kaffið jafnóðum í bollann svo ferskleikinn verði í fyrirrúmi. Boðið verður einungis upp á kaffið í sérstökum Coffe-to-go málum og því upplagt að fá sér kaffisopa á Galdrasafninu til að taka með sér í skoðunarferð um Hólmavík. 

Lesa meira...

Galdrasafnið opnar með sumaropnun

galdrasafnið á HólmavíkGaldrasafnið á Hólmavík opnaði með sumaropnun í morgun og verður opið alla daga í sumar frá kl. 10:00 - 18:00. Safnið hefur verið starfandi frá árinu 2000 og því er áttunda starfssumarið að hefjast. Starfsfólk Galdrasafnsins á Hólmavík verða þau sömu í sumar og áður, þau Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur og Konráð Hentze Úlfarsson háskólanemi. Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði opnar þann 15. júní næstkomandi.

Fleiri greinar...

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

7