Björn Jónsson - annálsritari á Skarðsá

Björn Jónsson (1574-1655) var helsti sagnfræðingur 16. aldar á Íslandi. Hann var af bændaættum og missti föður sinn ungur og var á komið fyrir hjá Sigurði lögmanni á Reynistað, bróður Magnúsar prúða. Hann var óskólagenginn en vel lesinn og hefur lært latínu. Lengst ævinnar var hann bóndi á Skarðsá í Skagafirði.

Til eru eftir Björn skýringar á lögbókum, samantekt um Tyrkjaránið 1627 og fleira, en merkasta rit hans er vafalaust Skarðsárannáll sem skrifaður var að tilhlutan Þórðar biskups Skúlasonar og er ein helsta heimild okkar um atburði frá 1400 til 1640.