F├ęsteinn

Fésteinn er í laginu eins og sauðatunga, hvítur að lit með litlum hrufum, en í öðrum endanum mjó svört rák. Hann vex utan á vömbinni á sauðfé. Hann skal taka og geyma í góðri hirslu og mun hann þá að gagni koma.

Annar fésteinn er ímóálóttur að lit og hnöttóttur. Hann finnst rekinn af sjó og skal geymast í hvítu óbornu lérefti.