Krummarnir í ár skulu vera prestar

 

brynjolfur_biskup
Brynjólfur biskup
Krummar Galdrasýningar á Ströndum eru að sjálfsögðu nefndir eins og öll önnur dýr sem eru undir mannahöndum til lengri eða skemmri tíma. Sumarið 2004 hétu þeir Galdra-Manga og Galdra-Imba eftir meintum galdrakonum á 17. öld. Sumarið 2005 voru krummarnir nefndir eftir þeim Jóni lærða og Jóni glóa. Í ár skulu þeir verða nefndir eftir tveimur kunnustu prestum á 17. öld, þeim Séra Páli Björnssyni og Síra Brynjólfi Sveinssyni biskupi og verða hér eftir kallaðir þeim sæmdarheitum Séra Páll og Brynjólfur biskup.