"Ristu stafi þessa í silfur eða á hvítt leður á Jónsmessunótt. Sofðu svo á þeim og dreymir þig þá það sem þú vilt þegar sólin er lægst á lofti."
Opna Viskubrunninn
við erum strandagaldur
Við tökum á móti gestum hvaðanæva að úr heiminum, segjum frá íslenskum göldrum og aðferðum forfeðra okkar og -mæðra í harðri lífsbaráttu.
Við veitum upplýsingar um Hólmavík og Strandir, við rannsökum menningararfinn og gefum út bækur. Við rekum veitingastað, tökum þátt í menningarlífinu á Ströndum með því að halda og hýsa alls kyns uppákomur og viðburði og eigum í samstarfi við listafólk úr mismunandi greinum.
Viskubrunnurinn er auðlind fyrir þau sem vilja fræðast um íslenska galdra og sögu enda kemst ekki allt efnið sem við höfum safnað saman um galdrasögu Íslendinga fyrir á sýningunni. Viskubrunnur Galdrasýningarinnar er framlenging hennar á vefnum, sneisafullur af fróðleik um galdra, fórnarlömb brennualdarinnar, helstu sögupersónur, galdrasögur og fleira.
Við tökum á móti allt að 25 manna hópum. Vinsamlega pantið fyrirfram í 897-6525.
Upplifðu 17. öldina
Heimsækið Strandir og kynnist hugarheimi og lífsháttum fólksins sem bjó á svæðinu á 17. öld. Fara á sýninguna á Hólmavík, skoða söguslóðir og kotbýli kuklarans.