Við tökum á móti gestum hvaðanæva að úr heiminum, segjum frá íslenskum göldrum og aðferðum forfeðra okkar og -mæðra í harðri lífsbaráttu.
Við veitum upplýsingar um Hólmavík og Strandir, við rannsökum menningararfinn og gefum út bækur. Við rekum veitingastað, tökum þátt í menningarlífinu á Ströndum með því að halda og hýsa alls kyns uppákomur og viðburði og eigum í samstarfi við listafólk úr mismunandi greinum.