Sagan og

galdurinn.

Sagan og

galdurinn.

dyrbit1

17. öldin var myrkur tími í Íslandssögunni þegar angi af hinu evrópska galdrafári gekk yfir landið með tilheyrandi ofsóknum. Yfir 200 galdramál komu upp og yfir 21 einstaklingur var brenndur fyrir galdur. Á Galdrasýningunni er tvinnað saman sagnfræði galdrafársins ásamt fróðleik um galdur á Íslandi og hvernig hann birtist í þjóðtrúnni. 

17. öldin var myrkur tími í Íslandssögunni þegar angi af hinu evrópska galdrafári gekk yfir landið með tilheyrandi ofsóknum. Yfir 200 galdramál komu upp og yfir 21 einstaklingur var brenndur fyrir galdur. Á Galdrasýningunni er tvinnað saman sagnfræði galdrafársins ásamt fróðleik um galdur á Íslandi og hvernig hann birtist í þjóðtrúnni. 

"1653: Vond djöfuls ásókn á þessu ári sem því fyrra í Trékyllisvík á Ströndum."

Íslenskur galdur er ólíkur því sem þekktist hjá öðrum þjóðum. Á Galdrasýningu á Ströndum gefst þér kostur á að sjá fyrir hvað fólk var dæmt- skræður og blöð, galdrastafi og gripi. Þar má einnig sjá hvernig galdrakúnstir lifðu í þjóðtrúnni og hverju menn ímynduðu sér að hægt væri að áorka með aðstoð yfirnáttúrulegra krafta. 

SorceryMuseum

Á efri hæð sýningarinnar er fjallað um hverjir kærðu og dæmdu í galdramálunum á Íslandi. Sagt er frá merkustu galdramálunum og hægt að skoða afrit af galdraskræðum og fræðast um ýmsa galdrastafi. 

Sagnaloftið

Hluti af sýningunni er tileinkaður kunnáttumanninum Jóni lærða og innréttaður eins og híbýli hans gætu hafa litið út. Jón lærði er nú álitinn merkasti alþýðufræðingur 17. aldar og lét eftir sig fjölda rita og teikninga sem varpa ljósi á tíðarandann. Á sýningunni má kynnast hugarefnum þessa manns – sem slapp naumlega við bálið. 

Lesa meira um Jón lærða og aðrar persónur 17. aldar

Jón lærði

Hlautbollinn

hlautbolli

Galdrasýningunni hlotnaðist sá heiður að hýsa hlautbolla sem fannst í Goðdal í Bjarnarfirði. Hlautbollinn er merkur forngripur en rannsóknir benda til þess að hann hafi verið notaður í heiðnum trúarathöfnum. Á sýningunni er hægt að lesa um sögu bollans og rannsóknir sem á honum hafa verið gerðar.

Lesa um Hlautbollann og heiðnar athafnir

Skoðið líka: