Íslenskur galdur er ólíkur því sem þekktist hjá öðrum þjóðum. Á Galdrasýningu á Ströndum gefst þér kostur á að sjá fyrir hvað fólk var dæmt- skræður og blöð, galdrastafi og gripi. Þar má einnig sjá hvernig galdrakúnstir lifðu í þjóðtrúnni og hverju menn ímynduðu sér að hægt væri að áorka með aðstoð yfirnáttúrulegra krafta.