Rannsóknir

Miðlun

Nýsköpun &  samstarf

Galdrasýningin er undir stjórn sjálfseignarstofnunar sem heitir Strandagaldur. Markmiðið með rekstri Strandagaldurs er ekki fjárhagslegur hagnaður, heldur að miðla sögu og menningu, efla rannsóknir og setja mark sitt á mannlífið á Ströndum.

rannsóknir & útgáfa

Allt frá upphafi var yfirlýstur tilgangur Galdrasýningarinnar að standa að og styðja rannsóknir um galdrafárið, þjóðsagnir og menningararf Strandasýslu. Mikið hefur verið lagt upp úr þessari vinnu og hefur sýningin komið að margvíslegum rannsóknum.

Rannsóknir og útgáfa á galdraskræðum 

Það var ekki hægt að koma öllu fræðsluefni um galdra á Íslandi fyrir á sýningunni og þar af leiðandi var ákveðið að gefa út bækur um efnið. Til að sem flestir geti notið þess að lesa um íslensk galdramál hafa afrit af galdraskræðum verið prentaðar með nútíma stafsetningu og þýddar á ensku:

Rannsóknir á Baskavígunum

Strandagaldur ses., í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, stóðu að rannsóknum um hvalveiðar Baska á Ströndum. Verkefnið miðaði að því að rannsaka á þverfaglegan hátt efnislegar leifar eftir erlenda hvalveiðimenn á Íslandi. Aldrei höfðu slíkar minjar áður verið rannsakaðar með fornleifafræðilegum aðferðum. Verkefnið fékk góðan styrk úr Fornleifasjóði. Sjávarútvegsráðuneytið átti líka aðkomu að styrkja rannsóknina. Þessi rannsókn hófst árið 2005 og strax sama ár hófst forkönnun á meintum minjum eftir baskneska hvalveiðimenn á Strákatanga í Kaldrananeshreppi. Í Kaldrananes- og Árneshreppum er talsvert um örnefni sem tengjast frönskum, spænskum og baskneskum hvalveiðimönnum en slíkar minjar hafa aldrei áður verið rannsakaðar með fornleifafræðilegum aðferðum. Ef þú vilt fræðast meira um rannsóknina þá getur þú skoðað skýrslu hér að neðan. 

Rannsóknasetur í þjóðfræði

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa er rannsóknarstofnun og fræðasetur sem hefur aðsetur á Hólmavík og sinnir rannsóknum og miðlun á þjóðfræði. Rannsóknasetrið á rætur sínar í Þjóðfræðistofu sem var rekin á vegum Strandagaldurs frá árunum 2006-2014. Þjóðfræðistofan var endurvakin árið 2016 en þá varð hún ein af rannsóknasetrum Háskóla Íslands. Forstöðumaður hennar er Jón Jónsson. Auk þess að standa að fjölbreyttum rannsóknum hefur stofnunin staðið fyrir húmorsþingum og öðrum viðburðum.

helm of awe

miðlun

minnismerki um baskavígin

Strandagaldur hefur lagt metnað í miðlun menningarefnis. Mikið magn efnis er aðgengilegt í Viskubrunni hér á vefnum auk þess að margvíslegt lesefni er að finna í safnbúðinni. 

Miðlun er einnig sinnt með umfjöllun um galdrasögu Íslands við ýmis tækifæri, til dæmis í fjölmiðlum og með aðstoð við ýmis fræðistörf. Örfyrirlestrar á ensku eru haldnir í reglulegu streymi á samfélagsmiðlum Galdrasýningarinnar.

 

Nýsköpun & samstarf

necropants

Stofnun Galdrasýningarinnar er viðamikið nýsköpunarverkefni sem sprottið er úr áhuga heimafólks á að nýta þjóðfræði og sögu staðarins til að fá gesti á Strandir. Strandagaldur var ein fyrsta stofnunin hér á landi til að bjóða upp á skipulagða menningartengda ferðaþjónustu.

 

Gestum sýningarinnar og veitingastaðarins hefur fjölgað í takt við fjölda ferðamanna á Íslandi en gestir hafa flestir á einu ári verið 19 þúsund talsins. Fyrstu árin eftir opnun sýningarinnar var meirihluti gesta Íslendingar en það hefur breyst síðasta áratuginn og nú eru 70% gesta erlendis frá. 

Strandagaldur hefur í gegnum tíðina fagnað alls kyns samstarfi hér á landi og erlendis. Samvinna hefur verið við rithöfunda, kvikmyndagerðarfólk og tónlistarfólk svo dæmi séu tekin. 

 

Samstarf við ýmsa hönnuði og listamenn hefur meðal annars gefið af sér nýjar vörur sem vísa í íslenska galdra og seldir eru í safnbúð Galdrasýningarinnar. 

 

Einna gjöfulast er samstarf Strandagaldurs við heimafólk á Ströndum sem hefur ávallt lagt hönd á plóg þegar á þarf að halda og skemmt sér á hinum fjölbreyttu viðburðum sem haldnir hafa verið í tengslum við starfsemina. 

starfsfólk

guided_tour

Anna Björg Þórarinsdóttir

Framkvæmdastjóri

Stjórn Strandagaldurs og starfsfólk. 

Frá vinstri: Magnús Rafnsson, Þórunn Einarsdóttir, Valgeir Benediktsson, Ólafur Ingimundarson og Jón Jónsson.

Sigurður Atlason var fyrir mörgum hinn raunverulegi galdrakall. Hann var einn af stofnendum Galdrasýningarinnar og var framkvæmdastjóri hennar allt frá stofnun til dánardags. Hæfileikar og drifkraftur Sigurðar fengu að skína í starfi hans og á Galdrasýningin og samfélagið á Ströndum honum mikið að þakka. Sigurður kvaddi okkur skyndilega árið 2018 og skilur eftir sig stórt skarð í samfélaginu hér á Ströndum.

Sorcerers cottage

viðurkenningar

Galdrasýning á Ströndum hlaut Eyrarrósina árið 2007. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og er afhent af forseta Íslands.

TC_2020_L_WHITE_BG_RGB

Galdrasýningin hefur jafnframt hlotið viðurkenningar TripAdvisor en þær eru byggðar á jákvæðum umsögnum gesta.  

Skoðið líka:

"Í tíð Brynjólfs urðu skólapiltar í Skálholti nokkrum sinnum uppvísir að kukli og meðferð galdrablaða, en talið er að Brynjólfur hafi vísvitandi komið þeim undan veraldlegu dómsvaldi en vék þeim hins vegar úr skóla. Sumum hleypti hann síðar aftur í skólann, aðrir komu sér úr landi og enn aðra hafði hann í þjónustu sinni árum saman."