"Í tíð Brynjólfs urðu skólapiltar í Skálholti nokkrum sinnum uppvísir að kukli og meðferð galdrablaða, en talið er að Brynjólfur hafi vísvitandi komið þeim undan veraldlegu dómsvaldi en vék þeim hins vegar úr skóla. Sumum hleypti hann síðar aftur í skólann, aðrir komu sér úr landi og enn aðra hafði hann í þjónustu sinni árum saman."