Strandagaldur hefur í gegnum tíðina fagnað alls kyns samstarfi hér á landi og erlendis. Samvinna hefur verið við rithöfunda, kvikmyndagerðarfólk og tónlistarfólk svo dæmi séu tekin.
Samstarf við ýmsa hönnuði og listamenn hefur meðal annars gefið af sér nýjar vörur sem vísa í íslenska galdra og seldir eru í safnbúð Galdrasýningarinnar.
Einna gjöfulast er samstarf Strandagaldurs við heimafólk á Ströndum sem hefur ávallt lagt hönd á plóg þegar á þarf að halda og skemmt sér á hinum fjölbreyttu viðburðum sem haldnir hafa verið í tengslum við starfsemina.