Hugmyndin að Galdrasýningunni kom fyrst fram árið 1996 og var þróuð áfram með rannsóknarvinnu og hönnun.
Upphafsmenn sýningarinnar voru allir heimamenn sem höfðu þá sýn að skapa aðdráttarafl fyrir fólk að heimsækja Strandir og að sýningin væri dreifð svo fólk færi um allt svæðið. Því má segja að hún sé í grunninn byggðaþróunarverkefni en á sama tíma metnaðarfullt menningarverkefni.
Ljóst var að viðfangsefnið var vandmeðfarið og því mikilvægt að vanda til verka á framsetningunni. Árni Páll Jóhannsson, leikmyndahönnuður, var því fenginn til að hanna sýninguna.