AM 247 8vo
Meðal þess sem er að finna í handritasafni Árnastofnunar eru brot úr nokkrum galdraskræðum frá fyrri hluta 19. aldar. Hér að neðan er opna úr einni þeirra. Þar er lýst þjófagaldri sem er kunnur bæði úr eldri og yngri skræðum þótt textnn sé ekki alltaf sá sami.
Einn áreiðanlegur máti að vita hver frá sér stelur, Tak óbrúkaða munnlaug og graf Þórshöfuð á botninn á henni með hníf sem … og við tekur leyniletur.
Á þessari síðu er stafurinn sjálfur, Munnlaugarstafur eða Þórshöfuð og þar næst upphafið að næsta galdri – Að sjá stjörnur um daga.
Ljósm.: Jóhanna Ólafsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar.