ÞAr sem Sögurnar 

lifna við.

dyrbit3

Á Ströndum er þjóðsagnaarfurinn hluti af umhverfinu og margir skemmtilegir staðir sem hægt er að skoða. Hér er hægt að lesa um nokkra forvitnilega og fallega staði sem eru sögusvið ýmissa atburða og heimili alls kyns vætta. 

Það eru margar skemmtilegar gönguleiðir á og frá Hólmavík. Ef gengið er um borgirnar fyrir ofan bæinn er aldrei að vita nema að álfarnir í klettunum láti sjá sig.

 

 

 

Hér fyrir neðan eru tvö göngukort sem er velkomið að prenta út:

Strandatröllin

Sjá á korti: TröllahjóninKerling 

Það voru einu sinni þrjú tröll sem tóku sig til við að grafa Vestfirðina frá meginlandinu. Ástæðan var sú að þau vildu stofna þar tröllanýlendu þar sem þau fengju frið fyrir mannfólkinu og sérstaklega kirkjuklukkunum þeirra. 

Í Gilsfirði voru tröllahjón sem grófu duglega og fleygðu grjótinu út á fjörðinn og þess vegna erum við með fjölmargar eyjar um allan Breiðafjörð. Á móti þeim gróf ein tröllkerling og hafði með sér mikið naut til að aðstoða en hún hlóð grjótinu upp á fjöllin.

Tröllin voru svo einbeitt við vinnuna að þau gættu ekki að sér að fara í hellinn áður en sólin skini á þau. Þau reyndu að flýja en sólin náði hjónunum þegar þau komu í Kollafjörð en tröllkerlingunni þegar hún var komin út á Drangsnes.

Tröllkerlingin leit til baka en þegar hún sá hvað henni hefði áunnist lítið varð hún reið og hjó í jörðina með rekunni sinni og út spratt eyjan Grímsey sem liggur enn í dag fyrir utan Drangsnes. Kerlingin stendur enn á Drangsnesi við sjóinn en nautið hennar við enda Grímseyjar. Enn í dag er líka hægt að sjá tröllhjónin niður við fjöruna í Kollafirði.

 
 

Selkolla

Efst á Bjarnarfjarðarhálsi er stór steinn sem sker sig úr umhverfinu og ber nafnið Selkollusteinn. Nafnið fær hann frá draugnum Selkollu sem hrelldi fólkið í sveitinni og þá sérstaklega karlmenn.

Það var eitt sinn að vinnuhjú, stúlka og drengur, voru fengin til að fara með lítið stúlkubarn til að láta skíra það í kirkjunni í Staðardal. Á leiðinni stoppuðu þau við stóran stein þar sem þau lögðu barnið frá sér og fóru bak við steininn að gera eitthvað ósiðsamlegt.

Þegar þau komu til baka var barnið blátt og líflaust. Þau ganga í burtu fá barninu en heyra þá grátur. Þegar þau koma til baka er barnið orðið hræðilegt ásýndum og þau þora ekki að taka það en flýja heim aftur. Fólk fer upp á hálsinn til að leita að barninu en finna það ekki. Stuttu síðar fer fólk í sveitinni að sjá draug sem líkist konu en með selshöfuð en þaðan fær hún nafnið sitt, Selkolla.

Myndband um Selkollu!

Svanshóll

Á Svanshóli í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður en hann er nefndur í Njálu. Svanur var móðurbróðir Hallgerðar langbrókar. Í Njálu er Svanur sagður „fjölkunnugur mjög“ og „illur viðureignar“.

Lesa meira um Svan

 

Kotbýli kuklarans

Kotbýli Galdrasýningarinnar er í Bjarnarfirði. Kotbýlið er annar hluti sýningarinnar og gefur innsýn í daglegt líf á svæðinu á 17. öld.

Lesa meira um Kotbýlið

 
Goðdalur
Goðdalur, Kaldrananeshreppur séð til norðurs / Goddalur, Kaldrananeshreppur viewing north.

Goðdalur í Bjarnarfirði er ekki nefndur í fornum ritum, en fjölmörg munnmæli tengja staðinn við fornan átrúnað, vætti og dularfull öfl. Í dalnum er friðaður haugur sem sagt er að fornmaðurinn Goði liggi í.

Í Goðdal á að vera hofrúst og sagt er að hofgoðinn hafi varpað goðalíkneskjum í Goðafoss eftir að hann lagði af heiðinn sið. Haugurinn og umhverfi hofsins eru álagablettir og skepnum var aldrei beitt á þá og þeir aldrei selgnir.

Guðmundur biskup góði mun hafa reynt að bægja vættum og forneskju úr dalnum á 13. öld, en talið er að fljótlega hafi sótt í fyrra horf. Allt fram á 19. öld voru draugar og aðrar óvættir taldar búa í Goðdalsgljúfrum. Byggð lagðist af í Goðdal árið 1948 eftir hörmulegt snjóflóð.

Lesa um Hlautbollann sem fannst í Goðdal

Kistan í Árneshreppi: Upphaf galdraofsókna

Kistan í Trékyllisvík

Í Árneshreppi er að finna Kistuna þar sem þrír menn voru brenndir fyrir galdur árið 1654 og er það talið marka upphaf galdrafársins á Íslandi. Kistan er sérkennileg klettagjá við sjóinn milli bæjanna Litlu-Ávík og Finnbogastaða.

"Rist þennan staf á sauðatað með músarrifi úr hrafnsblóði og brenn í stekkjardyrum á blágrýtishellu og lát reykinn leggja framan í féð á Jónsmessu gömlu."

Skoðið líka: