Fræðsla 

og upplifun.

Íslenskur galdur og galdrasaga eru frábrugðin því sem þekkist hjá öðrum þjóðum. Með því að heimsækja sýningar Strandagaldurs og markverða staði á Ströndum fæst innsýn í hugarheim fólks, hvernig galdrakúnstir lifðu í þjóðtrúnni og hverju þau ímynduðu sér að hægt væri að áorka með aðstoð yfirnáttúrulegra krafta.

"Drag þennan staf á loðpappír og ber leynilega undir vinstri hendi. Muntu þá hafa sigur í viðskiptum."