Galdrasýning á Ströndum
Galdrasýning á Ströndum
Eina sýningin á Íslandi sem fjallar um galdrafárið, galdur og þjóðsögur honum tengdum.
Opið alla daga kl. 12-18
Kaffi Galdur 12 – 17:30
Við segjum sögur af galdri

Við söfnum saman fróðleik um sögu galdra á Íslandi og fórnarlömb brennualdarinnar.
Við tökum á móti gestum hvaðanæva að og fræðum þá um lífshætti forfeðra okkar og -mæðra og útskýrum ráðin sem þau höfðu í erfiðri lífsbaráttu.
Við stundum rannsóknir.
Við veitum upplýsingar um hvað Hólmavík og Strandir hafa upp á að bjóða og erum með notalegan veitingastað fyrir svanga ferðalanga.
Í vefverslun Galdrasýningarinnar eru seldar bækur sem vísa í íslenska galdra og þjóðsögur, eins og eftirprentanir af galdraskræðum og handhæg rit um þjóðtrú og þjóðfræði.
Bækurnar eru ýmist á íslensku eða ensku og henta vel sem gjafir til vina og gesta frá öllum heimshornum, enda er þar varpað ljósi á íslenskan menningararf sem sjaldan nýtur sviðsljóssins.

Úr bókinni Museum of Hidden Beings eftir myndlistarmanninn Arngrím Sigurðsson.

Upplifðu 17. öldina
Upplifðu 17. öldina
Our Partner russian mail order brides
Hjá okkur færðu innsýn í líf fólks á 17. öld, hugarheim þess og lífshætti. Galdrasýning á Ströndum samanstendur af tveimur sýningum, aðalsýningunni á Hólmavík og annarri í Bjarnarfirði. Hér á vefnum má jafnframt nálgast upplýsingar um söguslóðir á svæðinu.
Viskubrunnurinn
Langar þig að læra um galdrastafina? Lesa sögur af göldrum?
Viskubrunnur Galdrasýningarinnar er afrakstur rannsókna á galdrasögu Íslands og er sneisafullur af fróðleik um galdra, helstu áhrifavalda brennualdar, annálum og þjóðsögum.



Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á gómsæta, einfalda og rétti úr hráefni úr nærumhverfi okkar á sanngjörnu verði. Veitingastaðurinn er opinn allt árið.
20 ár af göldrum











