Róðukross Ólafs konungs Tryggvasonar

Róðukrossinn er til varnar gegn illum öndum, forðar manni frá villu og er til heilla á sjó og landi.
Rodukross_OlafskonungsRóðukross Ólafs konungs Tryggvasonar

Þessi kristskross er innan sem utan skjól og vörn gegn öllum gjörningum, sjónhverfingum, ótta, hjartveiki og sinnisveiki. Góður er hann í öllum ferðum á landi og legi, sé hann hafður á brjósti sér innan klæða.

Hver sem elskar hann af alúð, veit dauða sinn fyrir. Hann verndar menn og hreinsar af illum þankagangi og eykur þolinmæði í mótlæti, öllum þeim sem elska guð og gleðja náunga sinn veitir hann styrk og hæfni. Sá sem slíkan kross á, beitir trúarstyrk á stund reynslu og háska. Róðukrossinn notuðu Ólafur konungur Tryggvason, Sæmundur hinn fróði, Ari prestur hinn fróði og margir aðrir til að öðlast gáfu, anda og fróðleik.

Mailing list