1676


Dómur Magnúsar Jónssonar sýslumanns í Strandasýslu genginn á Kaldrananesi um 9 blöð úr hirslu Jóns Pálssonar. Á þeim var óvenjulegur caracteribus með tveimur tóustefnum og vanbrúkun guðs nafns. Sveitungar Jóns báru honum gott orð og ekki var vitað til að hann hefði brúkað blöðin til meins. Dæmdur til húðláts sem næst gangi lífi og að fyrrnefnd blöð öll níu verði brennd fyrir nösum hans.

Guðrún Halldórsdóttir ekkja Þorleifs heitins Einarssonar fæddi barn á Stað í Steingrímsfirði og vildi ei barnsföður lýsa í hálft annað ár. Varð séra Einar Torfason um síðir þar faðir að, í hórdómi fram hjá konu sinni.

Sigurður Ólafsson í Barðastrandarsýslu viðurkenndi meðferð á galdrastafablaði. Eggerti Björnssyni var skipað að sjá um húðlát nema ástæður þyngri refsingar finnist.

Galdramál fyrst borið upp á Ara Pálsson búanda á Neðrabæ í Barðastrandarsýslu af Sigurði Bjarnasyni á Hrafnabjörgum í Arnarfirði.

Mailing list