1700


Eiður Gunnars Árnasonar, Hornafirði, um að hann hefði aldrei lært eða brúkað galdur.

Ásmundur Jónsson sem hýddur var á Öxaráþingi í fyrra fyrir lygi og fjölmæli um valdsmenn fór í fyrrasumar vestur um Dali og norður um Strandir. Var hann tekinn höndum í Hlíð í Kollafirði og færður sýslumanninum í Dalasýslu. Þar var hann hafður í járnum en eigi að síður tókst honum að strjúka og veit nú enginn hvað af honum er orðið.

Á þessum undanförnum tveimur árum fyrirfarandi er sagt að dáið hafi í Trékyllisvík meira en 120 manneskjur bæði í hor, hungri og sótt, því að öll liðamót hnepptust saman, fengu bólgu í munninn og tannholdið (það var kallað skoltur). Sumir fengu blóðspýju undir andlátið; var og þetta kallað hneppusótt. Þessi kvilli var víða við sjóinn á þurrabúðarfólki, bæði í kringum Jökul, í Bjarneyjum svo og á Vestfjörðum í sjóplássum.

Þetta ár vísiteraði Jón Þorkelsson Vestfirði, m.a. Strandir.

Mailing list