Tilberinn nærist á spenanum, þar til hann er orðinn nógu þroskaður til að stela mjólk fyrir móðurina frá öðrum bændum. Þegar tilberamóðirin verður gömul og lúin þá þarf hún að fyrirfara tilberanum og skipar honum því á fjöll að tína saman öll lambaspörð á þremur afréttum í eina hrúgu. Á því sprengir
tilberinn sig, svo eftir liggur einungis mannsrifið úr kirkjugarðinum.
Að koma sér upp tilbera, eða snakk er eingöngu kvennagaldur og samkvæmt þjóðtrúnni þá notuðu konur hann til að draga björg í bú, en tilberinn hljóp út um haga að skipan móðurinnar og saug mjólk úr ám. Hann stökk upp á hrygg þeirra og saug þær með báðum hausum á sitthvorum enda búksins. Tilberamóðirin gerði svo smjör úr mjólkinni sem kallað er tilberasmjör.
Galdrastafurinn Smjörhnútur er notaður til að vita hvort tilberasmjör er borið á borð með því að rista hann í smjörstykkið. Ef það er tilberasmjör þá hjaðnar það niður eins og froða, eða springur í þúsund mola.
© 2000-2014 - Strandagaldur ses - Höfðagata 8-10 - 510 Hólmavík - galdrasyning@holmavik.is - Sími/Tel: 897 6525