Gestir Galdrasýningarinnar fá upplýsingar á mörgum tungumálum

Það eru fá eða engin söfn eða sýningar á Íslandi jafn viðbúin því að taka á móti erlendum gestum og Galdrasýning á Ströndum. Frá upphafi hefur verið mikið lagt upp úr því að allar upplýsingar sé einnig hægt að nálgast á öðrum tungumálum en íslensku og á Galdrasafninu á Hólmavík fá enskumælandi gestir geislaspilara í hendur sem leiðir þá í gegnum sýninguna. Einnig eru bæklingar með sama efni á þýsku og frönsku. Í Kotbýli kuklarans er aðgöngumiðinn risastór bæklingur og hægt er að velja um íslensku, ensku eða þýsku.  Stefnt er að því að þýða efnið yfir á fleiri tungumál, s.s. á ítölsku, en ítalskir ferðamenn eru áberandi á Ströndum þegar líða fer á ágústmánuð.

Image

Á meðfylgjandi myndbandi má heyra hvatningu til gesta á Galdrasafninu á Hólmavík að heimsækja einnig Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Það er Magnús Rafnsson á Bakka í Bjarnarfirði sem ljáir Galdrasýningu á Ströndum rödd sína. Þessi lýsing er síðasta atriðið sem gestir Galdrasafnsins á Hólmavík  heyra í geislaspilaranum.

Mailing list