Fréttir

Styrkur til áframhaldandi Baskarannsókna

Image
Rannsóknir á hvalveiðum baska halda áfram
Síðastliðið haust var hafist handa við fornleifarannsóknir á Strákatanga í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. Þá voru grafnir könnunarskurðir til að kanna búsetu baskneskra hvalveiðimanna á Ströndum. Nú hefur Fornleifasjóður styrkt áframhaldandi vinnu við verkefnið, en Baskarannsóknin var ein af sjö fornleifarannsóknum sem fengu styrk úr sjóðnum á þessu ári. Fékkst 600 þúsund til framhaldsrannsóknar, en unnið er að fjármögnun víðar til að hægt sé að vinna áfram að verkefninu næstu ár.

Read more...

Galdrasýningin auglýsir eftir starfsfólki

Image
Frá Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Þar verða tveir starfsmenn, báðir íbúar í Bjarnarfirði
Galdrasýning á Ströndum auglýsir eftir starfsfólki til að starfa við Galdrasafnið á Hólmavík í sumar, frá 1. júní - 15. september. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um. Hægt er að sækja um á Netinu á sérstöku formi á þessari slóð á strandir.is þar sem er einnig að finna nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 28. apríl.
Norðmenn huga að galdrasýningu

witchcraft
Frá Vardö í N-Noregi
Góðir gestir frá Vardö í Noregi verða í heimsókn hjá Strandagaldri næstu tvo daga, en í Vardö er unnið að hugmyndavinnu við uppbyggingu galdrasýningar, en eins og kunnugt er þá fóru tveir fulltrúar Strandagaldurs til N-Noregs s.l. sumar til að koma á kynnum milli þessara aðila. Norðmennirnir munu vera á Ströndum í dag og á morgun og skoða uppbyggingu Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík og Bjarnarfirði ásamt því að funda með forsvarsmönnum verkefnisins.

Read more...

Sókn á svið þjóðmenningar

Sigurður Atlason og Jón Jónsson
Sigurður Atlason og Jón Jónsson á nýju skrifstofunni
Strandagaldur hefur nú opnað skrifstofu á Hólmavík í gamla Kaupfélagshúsinu sem stendur við Höfðagötu, á móti Galdrasýningunni og með útsýni yfir hana. Þetta gerist í tengslum við að Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli gengur til liðs við Sigurð Atlason framkvæmdastjóra Strandagaldurs og munu þeir vinna næstu mánuði að ákveðnum framtíðarverkefnum sem snúast um að efla verulega allt fræðastarf á vegum Strandagaldurs, bæði í tengslum við galdra og líka þjóðmenningu almennt. Frekara tíðinda af því er að vænta innan fárra vikna.

Galdraráðstefna á Ströndum í september

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði
Frá Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði
Ráðstefna um galdra verður haldin á Laugarhóli í Bjarnarfirði 1.-2. september 2006. Ber hún yfirskriftina Galdur og samfélag frá miðöldum til upplýsingar. Ráðstefnan er haldin á vegum verkefnsins Vestfirðir á miðöldum sem Strandagaldur er þátttakandi í, en að því standa einnig Hugvísindastofnun HÍ (Miðaldastofa), Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder i Osló, Fornleifastofnun Íslands, Náttúrustofa Vestfjarða, Byggðasafn Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, Menntaskólinn á Ísafirði og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Ætlunin er að ræða samspil galdra og samfélags fyrr á öldum og þá galdramenningu sem þreifst á Vestfjörðum.

Read more...

More Articles...

Page 12 of 14

12