Við söfnum saman fróðleik um sögu galdra á Íslandi og fórnarlömb brennualdarinnar.
Við tökum á móti gestum hvaðanæva að og fræðum þá um lífshætti forfeðra okkar og -mæðra og útskýrum ráðin sem þau höfðu í erfiðri lífsbaráttu.
Við stundum rannsóknir.
Við veitum upplýsingar um hvað Hólmavík og Strandir hafa upp á að bjóða og erum með notalegan veitingastað fyrir svanga ferðalanga.