Óáþreifanlegur menningararfur Erasmus+ samstarfsverkefni

12. desember 2024

icelandic witchcraft
Strandagaldur er samstarfsaðili í nýju Erasmus+ samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar sem kallast NICHE 2 – Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship. Verkefninu er stýrt af Þekkingarneti Þingeyinga og samstarfsaðilar eru frá 6 löndum: Króatíu, Frakklandi, Íslandi, Ítalíu, Belgíu og Spáni. 
Markmið NICHE 2 er að þróa og veita þjálfun fyrir einstaklinga sem nýta sér óáþreifanlegan menningararf í sínu starfi. Áhersla verður lögð m.a. á að styðja við stafræna færni og þá færni sem hefur verið skilgreind í Evrópska hæfnirammanum um sjálfbærni.
Verkefnið hófst með stafrænum upphafsfundi 18. nóvember 2024 en verkefnið er til tveggja ára. 
Strandagaldur fagnar tækifærinu að vera með í slíku verkefni og teljum okkur hafa margt fram að færa og hlökkum til að bæta við þekkingu okkar.