Erfitt er að fullyrða um nokkuð um hvaða fræði liggja að baki galdrastöfum. Sumir virðast eiga rætur að rekja til dulspeki miðalda og fornfræði endurreisnarmanna, en aðrir bera með sér tengsl við Ásatrú og heiðna rúnmenningu.
Marga galdra sem bar á góma við réttarhöld á sautjándu öld er að finna í galdrabókum sem eru geymdar á handritasöfnum. Tilgangurinn með galdrastöfum getur sagt nokkuð til um amstur, áhyggjur og erfiði alþýðufólks. Við höfum tekið saman nokkur dæmi af íslenskum galdrastöfum sem þú getur skoðað hér fyrir neðan.
Smellið á flokk til að lesa um galdrastafina:
Verndargaldrar
Ægishjálmur
Ægishjálmur er varnarstafur gegn illum vættum, óvinum og yfirgangi og reiði höfðingja. Stafurinn skal ristur í blýplötu sem síðan er þrýst á ennið á milli aegishjalmuraugnanna og þrykktur í hörundið. Galdramaðurinn skal þylja formála þann sem galdrastafnum fylgir: "Fjón þvæ ég af mér fjanda minna, rán og reiði ríkra manna". Við það öðlast hann það hugrekki sem til þarf, að ganga gegn hverju hann óttast.
Ægishjálmarnir níu
Þetta eru þeir níu Ægishjálmar sem enginn má án vera sem með nokkra kunnáttu fer og skal hver og brúkaður vera.
Að stilla alla reiði
Gjör staf í enni þér með sleikifingur þínum á vinstri hendi og mæl:
Ægishjálm ég ber milli augna mér. Reiðin renni, stríð stemmi. Verði mér svo hver maður feginn sem María varð fegin sínum signuðum syni þá hún fann hann á sigurhellunni. Í nafni föður og sonar og anda heilags.
Og les:
Ölver, Óðinn, Illi,
allt þitt vilið villi.
Sjálfur Guð með snilli
sendi okkur ást í milli.
Rosahringur minni
Rosahringur er ristur á mórautt hundtíkarskinn holdrosamegin. Í skurðinn er borið blóð úr svörtum fressketti sem skorinn hefur verið á háls með fullu tungli.
Stafurinn er góður varnarstafur gegn uppvakningum, sendingum og galdri. Við notkun hans er gott að hafa þetta yfir:
Komi mér hjálp af jörðu, sigur af sólu, sæla af tungli, stoð af stjörnum og styrkur af englum drottins.
Undan vindi vondan sendi, óskir ferskar raski þrjóskum, galdurs eldur gildur holdið, grenni kenni og innan brenni. Eyrun dára örin særi, eitrið ljóta, bíti hann skeytið, allur fyllist illum sullum, eyði kauða bráður dauði.
Karla-Magnúsar hringar
Þessir eru þeir níu hjálparhringar, hverja Guð sendi með sínum engli til Leo páfa, hverja hann skyldi færa Karlamagnúsi kóngi til varnar móti óvinum sínum eftir því sem þeir nú ljóslega á vísa hér eftir fylgjandi. In nomine patris et filio et spiritu sancty Amen.
Þeir fyrstu þrír eru svo sem hér eftir fylgir:
Þessir fyrstu þrír hringar og sá fyrsti er vörn fyrir öllum fjandans prettum og óvina árásum og hugarvíli; annar fyrir bráðum dauða og niður falli sem og hjartaskelfing allri; þriðji fyrir óvina reiði, að þeir skelfist í hug sínum þá þeir líta mig augum svo þeir doðna og drjúpa niður.
Aðrir þrír hringar eru svo sem hér eftir fylgir:
Þessir aðrir þrír hringar og sá fyrsti er við sverðabiti; annar fyrir apagangi og maður villist ekki; þriðji við reiði höfðingja og allri ofsókn illra manna.
Þriðju þrír hringar eru svo myndaðir sem hér næst eftir fylgir:
Þessir þriðju þrír hringar og sá fyrsti aflar málasigurs í fjölmenni og vinsæli allra manna; annar við öllum ótta; þriðji varnar líkamans löstum og munaðarlífi.
Þessa níu hringa skal bera á brjósti sér eða á annarri hvorri hlið þá maður á von á óvini sínum.
Róðukross Ólafs konungs Tryggvasonar
Róðukrossinn er til varnar gegn illum öndum, forðar manni frá villu og er til heilla á sjó og landi.
Peningar og viðskipti
Galdratöluskip
Talbyrðingur til að granda hundtyrkjum og útlendum sjóreyfurum.
Þessi galdrastafur sem er bandrún á að ristast á skinn af frumsafrumsakálfi en frumsafrumsakálfur heitir það afkvæmi sem komið er af venjulegri kú og sænauti.
Í bandrúnina á að innibinda eftirfarandi vísu til að granda ræningjaskipum.
hengd með strengi snúna.
Séð hef ég ristur rúna
mig rankar við því núna.
ógn og stormur standi,
særokið með sandi
sendi þeim erkifjandi.
Nábrókarstafur
Til að gjöra sér nábrók (einnig nefndar skollabuxur, finnabrækur og Papeyjarbuxur) þá gjör samning við einhvern í lifandi lífi til að fá að nota skinnið af honum dauðum.
Gegn stuldri
Ást
Að stúlka unni manni
Skrifa í lófa þinn hægri með blóði þínu og tak það ofan af þumalfingri á vinstri hendi og mæl þessi orð yfir og hald í hönd henni: „Legg ég lófa minn í þinn lófa, minn vilja í þinn vilja. Verði þér í beinum sem þú brennir öll nema þú unnir mér sem sjálfri þér. Svo heit verði þér orð þessi, svo megn og sterk, sem eilífðin er. Allir töfrar og fjölkynngi fjandans villi vit þitt til ástar og elsku við mig og allar þær vættir sem í jörðu búa séu mér liðsinnandi á þessa leið.“
Búskapur
Brýnslustafir


Rista skal táknið vinstra megin ofan á brýnslustein, en hitt undir. Leggja svo grastó yfir um stund, brýna því næst undir sól og varast að líta í eggina.
Valda ótta og skaða
Svefn og draumar
Annað
Glímugaldrar
Vilt þú glíma vel, rist þessa stafi á skó þinn með mannsbeini eða kjúku á þeim fæti sem þú glímir með og seg: „Sendi ég fjandann sjálfan í hans brjóst og bein sem við mig glímir, í þínu nafni Þór og Óðinn“ og snú andliti til útnorðurs.
Item rist á jarðtorfu mót vaxandi tungli með mathníf þínum og yfir döggva blóði þínu, lát svo í skó þína og mæl svo að rót vísu þessa:
„Ginfaxi á hæl,
Gapandi á tá,
taktu á sem fyrri
því nú liggur á.“
Viljirðu glíma við mann, rist þennan staf á kefli og heng yfir hann sofandi og mæl þetta fyrir: „Særi þig og hrelli, svelli þig og felli sjálfur Óðinn með xxx, Frigg, ginfaxi, gapandi, verði þér aldrei vær vonda fýlan fyrr en Baldurs innsigli á brjóst þér kemur.
Smjörhnútur
Til að gera tilbera þá þarf kona að fara í kirkjugarð á hvítasunnumorgni og grafa upp rifbein af manni. Svo vefur hún það grárri sauðaull og fer næstu þrjá sunnudaga til messu. Hún gengur til altaris og dreypir á víninu en kyngir því ekki, heldur spýtir því niður á milli brjósta sér. Þannig skapast tiberinn og konan nærir hann á spena sem hún hefur gert sér ofarlega innanlæris.
Tilberinn nærist á spenanum, þar til hann er orðinn nógu þroskaður til að stela mjólk fyrir móðurina frá öðrum bændum. Þegar tilberamóðirin verður gömul og lúin þá þarf hún að fyrirfara tilberanum og skipar honum því á fjöll að tína saman öll lambaspörð á þremur afréttum í eina hrúgu. Á því sprengir
tilberinn sig, svo eftir liggur einungis mannsrifið úr kirkjugarðinum.
Að koma sér upp tilbera, eða snakk er eingöngu kvennagaldur og samkvæmt þjóðtrúnni þá notuðu konur hann til að draga björg í bú, en tilberinn hljóp út um haga að skipan móðurinnar og saug mjólk úr ám. Hann stökk upp á hrygg þeirra og saug þær með báðum hausum á sitthvorum enda búksins. Tilberamóðirin gerði svo smjör úr mjólkinni sem kallað er tilberasmjör.
Galdrastafurinn Smjörhnútur er notaður til að vita hvort tilberasmjör er borið á borð með því að rista hann í smjörstykkið. Ef það er tilberasmjör þá hjaðnar það niður eins og froða, eða springur í þúsund mola.
Viltu vita meira um íslenska galdrastafi?
Ef þig langar að fræðast meira þá gefum við út og seljum bækur með íslenkum galdrastöfum.
