Uppbygging Galdrasýningar krafðist mikils undirbúnings og drjúgur tími fór í rannsóknir og fræðistörf. Býsna margt athyglisvert kom upp úr krafsinu og á þessum síðum gefur að líta brot af afrakstrinum af grúskinu. Heimilda var jafnt leitað á handritasöfnum og í prentuðum ritum og bæði hér á landi og erlendis.
Öllum er leyfilegt að nýta og vitna í texta í Viskubrunninum að vild, svo framarlega sem heimilda er getið. Vinsamlega nefnið Strandagaldur sem heimild og slóð vefsíðunnar sem vísað er til.