Síðustu gestum er hleypt inn 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.
Sumaropnun
Opið alla daga kl. 10-18.
Síðustu gestum er hleypt inn 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.
(Sumaropnun frá 5.maí)
AÐGANGSEYRIR
Einn fullorðinn: kr. 1400
Stúdentar: kr. 1200
Hópar (+10 manns): kr. 1200 á mann
Eldri borgarar og öryrkjar: kr. 1100
Frítt fyrir 14 ára og yngri
Staðsetning
Galdrasýningin er við höfnina í gamla hluta Hólmavíkur. Þegar beygt er frá þjóðvegi þarf að keyra rúmlega kílómeter inn í bæinn og þar stendur svört bygging sem hýsir Galdrasýninguna.
Heimilisfangið er Höfðagata 8-10, Hólmavík.
Aðgengi
Það eru mörg bílastæði við húsið og eitt stæði beint við innganginn fyrir fatlaða. Aðgengi er fyrir hjólastóla á neðri hæð húsnæðisins – þar sem stærsti hluti sýningarinnar er ásamt veitingastaðnum – en því miður ekki á efri hæð. Gestir sem nota hjólastól fá ókeypis aðgang á sýninguna.
Börn
Munirnir sem eru gerðir fyrir sýninguna eru ekki upprunalegir en við mælum með að börn séu í fylgd fullorðinna. Það hefur komið fyrir að uppvakningurinn á miðju gólfi sýningarinnar skjóti þeim yngstu skelk í bringu.
Galdur er notalegur veitingastaður þar sem má gæða sér á ljúffengum réttum sem galdraðir eru fram úr hráefni úr nærumhverfinu. Á matseðlinum er valkostur fyrir veganistur. Að auki er hægt að gæða sér á kaffi og kökum.
Í safnbúðinni er fjölbreytt úrval bóka sem fjalla um galdra, rúnir og þjóðsögur. Auk þess eru til sölu minjagripir sem eru innblásnir af galdrastöfum. Vöruúrvalið má skoða í vefversluninni okkar þar sem einnig er hægt að panta og við sendum hvert á land sem er.
Við Galdrasafnið er grasvöllur þar sem gaman er að tylla sér á bekk í góðu veðri, njóta friðsældarinnar og fylgjast með bátum og fuglum í höfninni. Þar hafa líka ófáir viðburðirnir verið haldnir eins og til dæmis Galdraleikar en fyrirmyndin af þeim er Quiddich-leikurinn úr Harry Potter bókunum.
Klemus Bjarnason var Strandamaður og var sá síðasti til að fá brennudóm fyrir galdur en dómnum var síðar breytt í útlegð. Á túninu við safnið stendur Klemus og horfir á haf út í túlkun listamannsins Arngríms Sigurðssonar. Uppsetning verksins var í senn minnisvarði um galdraöldina í tengslum við 20 ára afmæli Galdrasýningarinnar.
Horfðu’ í þessa egg, egg
undir þetta tungl, tungl.
Þá mælti hinn ókunni maður: „Það er bölvað að bæta við að tarna, Kolbeinn." Hélt Kolbeinn þá áfram vísunni og kvað:
Eg spyrni þér með legg, legg,
lið sem hrærir ungl, ungl."