Kotbýli kuklarans.

Galdrasýningin í Kotbýli kuklarans sýnir hvernig alþýðan bjó á Ströndum á 17. öld þegar galdrafárið stóð yfir. Sýningin varpar ljósi á hugarheim fólksins og til hvaða ráða það greip í lífsbaráttunni. Kotbýli kuklarans er annar hluti Galdrasýningar á Ströndum og var opnuð 2005.

Fjölmargar jarðir báru mjög lítinn bústofn og ekki hefur þurft stór áföll til að hungurvofan berði að dyrum. Á Vestfjörðum öllum þar sem jarðnæði er takmarkað hafa fiskveiðar því verið nauðsyn og aflabrestur verið alvarlegt mál.

Það er kannski ekki svo undarlegt að fólk hafi gripið til ólöglegra aðferða í striti daglegs lífs svo lengi sem það trúði á mátt orða og galdrastafa. Sláttur var auðveldari ef ljárinn beit vel og þá ekki úr vegi að nota stafi og ákall ef grasið féll betur fyrir egg sem djöfullinn leit velþóknunaraugum.

Um er að ræða þrjú sambyggð hús, sitt með hvoru lagi. Tvö þau fyrri sem gengið er um eru íveruhús heimilisfólksins og skepnanna. Þriðja húsið sem gestir ganga síðast inn í, er seinni viðbót og hýsir nokkra fróðleiksmola um Bjarnfirðinga fortíðarinnar. 

sorcery cottage

Staðsetning

Kotbýlið er staðsett 25 kílómetra norður af Hólmavík. Keyrt er út úr bænum, beygt til hægri inn á strandveg 61. Því næst er beygt inn á veg 643 inn í Bjarnarfjörð. Kotbýlið stendur við hliðina á Hótel Laugarhóli.  

aðgangur

Kotbýlið er opið öllum áhugasömum og ekki þarf að greiða aðgangseyri. 

byggingaraðferð

Býlið er byggt eftir byggingaraðferðum 17. aldar og fór mikil vinna fór í að setja upp sýninguna. 

 

Guðjón Stefán Kristinsson á heiður af byggingu kotbýlisins ásamt sjálfboðaliðum af Ströndum. Viðhald er í umsjá sjálfboðaliða sem vinna undir leiðsögn sérfræðinga í byggingahefðum horfinna tíma. 

Skoðið líka:

Goðdalur, Kaldrananeshreppur séð til norðurs / Goddalur, Kaldrananeshreppur viewing north.

Bjarnarfjörður er sögufrægur galdrastaður. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað fleira finna má í firðinum.  

Gvendarlaug hin forna er lítil, heit laug sem var blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi.

Laugin er við Hótel Laugarhól þar sem einnig má finna útisundlaug sem er gestir svæðisins geta fengið aðgang að.  

1625: Svellavetur. Kötlugos. Fyrsta galdrabrennan á Íslandi. Jón Rögnvaldsson var brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal eftir dóm fyrir fjölkynngi. Jóni var gefið að sök að hafa vakið upp draug og sent á pilt á Urðum, þar sem draugurinn drap hesta og gerði fleiri skráveifur. Magnús Björnsson, síðar lögmaður reið í Svarfaðardal og þótti málið sannað þegar í hirslum Jóns fundust gögn sem á voru rúnir og ískyggilegar teikningar.