1625:
Svellavetur.
Kötlugos.
Fyrsta galdrabrennan á Íslandi. Jón Rögnvaldsson var brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal eftir dóm fyrir fjölkynngi. Jóni var gefið að sök að hafa vakið upp draug og sent á pilt á Urðum, þar sem draugurinn drap hesta og gerði fleiri skráveifur. Magnús Björnsson, síðar lögmaður reið í Svarfaðardal og þótti málið sannað þegar í hirslum Jóns fundust gögn sem á voru rúnir og ískyggilegar teikningar.